Föstudagur 1. september 2006 kl. 21:38
U 21: Ósigur gegn Ítölum
Baldur Sigurðsson var í byrjunarliði U 21 árs landsliðsins í knattspyrnu sem tapaði gegn Ítölum 1-0 á Laugardalsvelli í kvöld. Ricardo Montolivo gerði eina mark leiksins á 56. mínútu og það dugði Ítölum til sigurs.