Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

U 18 karla Norðurlandameistari
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 12:53

U 18 karla Norðurlandameistari

Íslenska U 18 ára liðið í körfuknattleik varð Norðurlandameistari öðru sinni er þeir lögðu Svíþjóð í úrslitaleik Norðurlandamótsins í Svíþjóð í dag. Lokatölur leiksins voru 82-69 Íslendingum í vil.

Fjórir leikmenn frá Suðurnesjum léku með liðinu og komust þeir allir á blað. Stigahæstur var KR-ingurinn Brynjar Björnsson með 20 stig en Hörður Vilhjálmsson, Fjölni, gerði 19 stig.

Þröstur Jóhannsson, Keflavík, gerði 14 stig í leiknum og félagi hans Sigurður Þorsteinsson, Keflavík, gerði 13 stig og tók 11 fráköst. Hjörtur Einarsson, Njarðvík, setti niður 6 stig og tók 4 fráköst og Rúnar Ingi Erlingsson var með 3 stig.

Glæsilegur árangur hjá strákunum sem vörðu með sigrinum Norðurlandameistaratiltilinn sinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024