Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

U 16 ára: Ísland-Grikkland
Föstudagur 29. júlí 2005 kl. 12:41

U 16 ára: Ísland-Grikkland

Íslenska landsliðið í körfuknattleik skipað leikmönnum 16 ára og yngri er statt í Leon á Spáni þar sem það tekur þátt í A-deild Evrópukeppninnar.

Leikur Íslendinga gegn Grikkjum stendur nú yfir en hann hófst kl. 11:45 að íslenskum tíma. Sex leikmenn frá Suðurnesjum eru í hópnum en þjálfari er Einar Árni Jóhansson sem þjálfar einnig meistarflokk Njarðvíkinga.

Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:
4 Elías Kristjánsson UMFN 184 cm Bakvörður 5 landsleikir
5 Atli Rafn Hreinsson Snæfell 197 cm Bakvörður 5 landsleikir
6 Þröstur Leó Jóhannnson Keflavík 197 cm Framherji 19 landsleikir
7 Hjörtur Halldórsson Breiðablik 190 cm Framherji 5 landsleikir
8 Arnar Freyr Lárusson Fjölnir 190 cm Framherji 5 landsleikir
9 Rúnar Ingi Erlingsson UMFN 184 cm Bakvörður 5 landsleikir
10 Helgi Björn Einarsson Grindavík 191 cm Framherji 5 landsleikir
11 Snorri Páll Sigurðsson KR 185 cm Bakvörður Nýliði
12 Magni Ómarsson Keflavík 187 cm Bakvörður Nýliði
13 Páll Fannar Helgason Valur 184 cm Bakvörður 5 landsleikir
14 Hjalti Friðriksson Valur 198 cm Framherji 5 landsleikir
15 Hjörtur Hrafn Einarsson UMFN 193 cm Framherji 19 landsleikir

Hópurinn heldur úti bloggsíðu en það er fyrirliði liðsins, Rúnar Ingi Erlingsson, sem sér um færslurnar.

VF-myndir/ http://www.blog.central.is/89strakar (bloggsíða liðsins) og svo Rúnar Ingi Erlingsson á neðri myndinni með nokkur af þeim fjölmörgu verðlaunum sem 1989 árgangurinn í Njarðvík hefur unnið til. Sá flokkur er með sigursælustu yngri flokkum Körfuknattleikssögunnar á Íslandi.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024