Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tyson-Thomas vill verða Íslendingur
VF mynd: Hildur
Mánudagur 21. nóvember 2016 kl. 16:52

Tyson-Thomas vill verða Íslendingur

Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Njarðvíkur í Dominos deild kvenna í körfubolta ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt og segist telja niður dagana þar til hún getur sótt um í viðtali við karfan.is.

Tyson-Thomas kom fyrst til Íslands árið 2014 og spilaði þá með liði Keflavíkur. Árið eftir það spilaði hún með Njarðvík í 1. deildinni og er því á sínu þriðja ári hér á landi og spilar með Njarðvík. Tyson-Thomas er búin að leika frábærlega með Njarðvíkingum það sem af er deildarkeppninnar en hún er með tæp 39 stig að meðaltali í leik, 16 fráköst og 5 stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Carmen segir ennfremur að það væri heiður fyrir hana að fá að spila með landsliði Íslands ef til þess kæmi og spila með öllum þeim bestu á landinu og fyrir landið sem hún elskar.