Týndi sonurinn snýr aftur í Keflavíkursigri
Lítið sem ekkert hefur losnað um hreðjatak Keflavíkur á KR og það kom bersýnilega í ljós í kvöld þegar Bikarmeistarar Keflavíkur fóru með öll stigin af hólmi í Vesturbænum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.
,,Þetta var ótrúlega ljúft og ennþá betra að fá að koma inn á í sigurleik gegn
Ingva var vel fagnað bæði af áhangendum Keflavíkur og KR þegar hann kom inn á leikvöllinn en Ingvi sagðist nú mest lítið hafa spáð í stúkunni. ,,Þetta voru vissulega hlýjar móttökur og það gerir þetta bara ennþá sætara,” sagði Ingvi.
Leikurinn sjálfur fór nokkuð rólega af stað en KR hafði undirtökin og byggðu upp þokkalegar sóknir. Sigmundur Kristjánsson vippaði naumlega yfir Keflavíkurmarkið á 9. mínútu en á 23. mínútu varði Ómar Jóhannsson vel í Keflavíkurmarkinu eftir fínt skot frá Grétari Hjartarsyni. Ómar átti góðan dag í Keflavíkurmarkinu í kvöld og varði á köflum vel fyrir sína menn.
Á 40. mínútu fyrri hálfleiks var brotið á Magnúsi Þorsteinssyni í vítateignum og dæmdi Egill Már Markússon vítaspyrnu við kröftug mótmæli KR. Dómurinn stóð
Heimamenn komu grimmir til síðari hálfleiks og pressuðu stíft á Keflvíkinga. Pétur Marteinsson átti fína bakfallsspyrnu fyrir KR í upphafi síðari hálfleiks en knötturinn fór rétt yfir markið. Keflvíkingar telfdu oft á tæpasta vaði og töpuðu oft boltanum á hættulegum stöðum á vellinum en náðu ávallt að bægja hættunni frá þegar KR gerðu sig líklega við markið.
Sóknir KR þyngdust með hverri mínútu á meðan Keflvíkingar beittu skyndisóknum og upp úr einni slíkri kom annað mark Keflavíkur. Marco Kotilainen brunaði upp hægri
Eftir annað mark Keflavíkur datt nokkur broddur úr leiknum en heimamenn
Um fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma svo Ingvi Rafn fékk að spreyta sig í um 10 mínútur og virkaði hann í þokkalegu standi en hann fór sér að engu óðslega hjá Keflvíkingum heldur komst vel frá sínu eftir tveggja ára fjarveru frá boltanum.
Keflvíkingar stóðust áhlaup KR og fóru því með stigin þrjú úr Vesturbænum og fögnuðu vel og innilega í leikslok. Keflvíkingar leystu vel úr sínum málum í kvöld þar sem miðverðina Guðmund Mete og Kenneth Gustafsson vantaði í liðið en báðir leikmennirnir glíma við meiðsli en eru væntanlegir í hópinn á næstu dögum. Þeir Guðjón Árni, Hallgrímur, Nicolai og Branislav stóðu vaktina vel í Keflavíkurvörninni í kvöld en sigurinn var vafalítið sigur liðsheildarinnar.
Næsti leikur Keflavíkur er sunnudaginn 20. maí þegar þeir fá Íslandsmeistara FH í heimsókn á Keflavíkurvöll og hefst leikurinn kl. 20:00.
Byrjunarlið Keflavíkur:
Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Jónas Guðni Sævarsson, Nicolai Jörgensen, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Símun Eiler Samuelsen, Baldur Sigurðsson, Marco Kotilainen, Hallgrímur Jónasson og Branislav Milicevic.
Byrjunarlið KR:
Kristján Finnbogason, Gunnlaugur Jónsson, Kristinn Magnússon, Bjarnólfur Lárusson, Ágúst Þór Gylfason, Atli Jóhannsson, Björgólfur Takefusa, Grétar Ólafur Hjartarson, Pétur Hafliði Marteinsson, Sigmundur Kristjánsson og Skúli Jón Friðgeirsson.
VF-myndir/ [email protected] - Á efri myndinni er Ingvi í boltabaráttunni ásamt Guðmundi Steinarssyni en á neðri myndinni sést hvar Keflvíkingar fagna innilega í leikslok.