Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvöfalt tap í Evrópukeppni
Föstudagur 8. desember 2006 kl. 00:26

Tvöfalt tap í Evrópukeppni

Keflavík og Njarðvík töpuðu bæði leikjum sínum í Áskorendabikarkeppni Evrópu í kvöld. Bæði liðin léku gegn úkraínskum liðum.


Njarðvík tapaði gegn Mavpy, 114-73 þar sem Friðrik Stefánsson fór fyrir sínum mönnum með 22 stig og 11 fráköst.

Slæmur annar leikhluti gerði útaf við sigurvonir Njarðvíkinga, en hann fór 31-10. Þess má geta að nokkra fastamenn vantaði í lið Njarðvíkinga.

Keflavík tapaði fyrir Dnipro, 93-78, þar sem erlendu leikmenn liðsins voru allt í öllu. Tim Ellis var með 25 stig og á eftir honum komu Thomas Soltau mað 19 stig og Jermaine Williams með 17. Soltau var einnig með 7 fráköst og 4 varin skot.

Liðin ljúka keppni þann 14. þessa mánaðar þegar Njarðvík fer til Eistlands og Keflavík til Svíþjóðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024