Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvöfalt Suðurnesjatap í 18. umferð Pepsi deildar karla
Sunnudagur 29. ágúst 2010 kl. 21:37

Tvöfalt Suðurnesjatap í 18. umferð Pepsi deildar karla


Í kvöld tóku Grindvíkingar á móti Blikum í 18. umferð Pepsi deildar karla. Leiknum lauk með 2-4 tapi heimamanna og sitja þeir nú í 9. sæti deildarinnar með 19 stig.
Fyrri hálfleikur leiksins var mjög rólegur. Liðunum gekk erfilega að skapa sér færi enda var völlurinn mjög sleipur og erfitt að hafa stjórn á boltanum. Fyrsta mark leiksins kom á 45. mínútu. Það skoraði Kristinn Steindórsson fyrir Breiðablik.
Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik komust Blikarnir í tveggja marka forystu með marki frá Guðmundi Kristjánssyni. Á 76. mínútu kom þriðja mark Blika, það skoraði Kristinn Steindórsson. Aðeins þrem mínútum síðar kom fjórða mark þeirra grænu en þar var á ferðinni Andri Rafn Yeoman. Grindvíkingarnir gáfust þó ekki upp og skoruðu tvö mörk á loka mínútum leiksins. Fyrra markið skoraði Gjorgi Manevski á 87. mínútu en það seinna Emil Daði Símonarson á 92. mínútu.
Lokatölur í Grindavík urðu því 2-4 sigur gestanna. Næsti leikur Grindavíkur er gegn Haukum á Grindavíkurvelli sunnudaginn 12. september og hefst hann klukkan 19:15.

Í gær töpuðu Keflvíkingar gegn Haukum, 2-0, á Vodafeonvellinum en Haukar sitja á botni deildarinnar. Fyrra mark leiksins skoraði Magnús Björgvinsson á 24. mínútu en það seinna skoraði Guðjón Pétur Lýðsson á 59. mínútu. Eftir leikinn sitja Keflvíkingar í 7. sæti deildarinnar með 24 stig. Næsti leikur þeirra er gegn Fram á Laugardalsvelli mánudaginn 13. september og hefst hann klukkan 20:00.

VF-myndir / Sölvi Logason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

.