Tvöfalt hjá Njarðvík
Njarðvíkingar urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar í Laugardalshöll í dag á síðasta keppnisdegi tímabilsins. 9. flokkur og Unglingaflokkur félagsins unnu úrslitaleiki sína, 9. flokkurinn vann Fjölni, 61-54, í sínum úrslitaleik og Unglingaflokkurinn varð meistari B-liða í 2.deild (gamli unglingaflokkurinn) með 70-67 sigri á KR.Hjörtur Hrafn Einarsson var bestur í 9. flokki Njarðvíkur með 29 stig og 20 fráköst og Jóhann Árni Ólafsson hjá unglingaflokki Njarðvíkur var með 23 stig og 8 fráköst.