Tvöfalt hjá Keflvíkingum í ár
Íslandsmeistarar eftir öruggan sigur gegn þreföldum meisturum
Hið unga og skemmtilega Keflavíkurlið landaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna núna rétt í þessu með 20 stiga sigri á Snæfelli, 70-50, á heimavelli sínum. Þetta er sextándi titill liðsins og náði liðið að landa tvennunni í ár enda er bikartitill þegar í höfn. Magnaður árangur hjá þessu liði sem byggir á frábærri liðsheild. Ótrúlegt lið sem enginn átti von á að væri tilbúið til þess að berjast um titla enda var liðinu ekki einu sinni spáð inn í úrslitakeppni.
Keflvíkingar bundu þannig enda enda á þriggja ára sigurgöngu Snæfells með 3-1 sigri í einvígi liðanna.
Þær keflvísku virkuðu sannfærandi og héldu haus þrátt fyrir mörg áhlaup Snæfellinga. Í fjarveru Birnu Valgerðar stigu aðrar ungar og efnilegar stelpur upp og léku án ótta.
Munurinn fór í niður í sex stig þegar skammt var eftir af leiknum en Keflvíkingar tóku þá rosalegt áhlaup og ekki leið á löngu þar til munurinn var orðinn 20 stig en þannig endaði leikurinn, 70-50.
Keflavík-Snæfell 70-50 (28-16, 14-15, 13-16, 15-3)
Keflavík: Ariana Moorer 29/19 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/7 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Erna Hákonardóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 6/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/5 fráköst/7 varin skot, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.
Snæfell: Aaryn Ellenberg 20/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2/5 fráköst, María Björnsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.
Hvergi meira girl power en í Sláturhúsinu og hvergi betra prógram á landinu eins og kvk KEF. Önnur lið, take notes.
— Lovísa (@LovisaFals) April 26, 2017
Það er eiginlega skemmtiatriði út af fyrir sig að horfa á þetta unga Keflavíkurlið. Þær urðu aldrei efnilegar, hoppuðu yfir þann kafla.
— Fridrik Runarsson (@FridrikIngi) April 26, 2017
Þvílíkt lið! Til hamingju @KeflavikKarfa Alveg fáránlegur árangur hjá þessum geggjuðu íþróttamönnum! #dominos365
— Kristinn G. Friðriks (@KiddiGun) April 26, 2017
Keflavík eru BESTAR!
— Saevar Saevarsson (@SaevarS) April 26, 2017
Til hamingju Keflavík! Þið eruð helvítis töffarar & sýnduð þeim sem ekki vissu hversu geggjaður kvennaboltinn getur verið. TAKK! #dominos365
— ErnaLind Teitsdóttir (@elteitsdottir) April 26, 2017
Kefgirlz SIMPLY THE BEST @KeflavikKarfa #velgert
— Jón Norðdal (@JnNordal) April 26, 2017