Tvöfaldur Njarðvíkursigur
Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu tvöfaldan sigur í keppninni um “meistara meistaranna" í körfuknattleik en leikirnir fóru fram í Njarðvík í kvöld. Báðir leikirnir voru mjög spennandi og réðust úrslit þeirra ekki fyrr en á lokamínútunum. Njarðvíkurstúlkur sigruðu 68:66 eftir að hafa verið yfir nær allan leikinn en staðan í hálfleik var 37:27.
Hjá körlunum var það góður lokasprettur heimamanna sem gerði útslagið í sigri þeirra, 87:82, og tvöfaldur sigur Njarðvíkinga raunin. Staðan í hálfleik var 38:44 gestunum í hag.
Bestu leikmenn Njarðvíkurstúlkna voru Fjóla Eiríksdóttir með 16 stig og 9 fráköst, Sacha Montgomery með 15 stig og 7 stoðsendingar og Guðrún Karlsdóttir var með 11 stig og 12 fráköst.
Hjá körlunum átti Pete Philo stórleik og skoraði 40 stig, var með 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Næstur kom Páll Kristinsson með 13 stig en aðrir voru með minna.
Hjá körlunum var það góður lokasprettur heimamanna sem gerði útslagið í sigri þeirra, 87:82, og tvöfaldur sigur Njarðvíkinga raunin. Staðan í hálfleik var 38:44 gestunum í hag.
Bestu leikmenn Njarðvíkurstúlkna voru Fjóla Eiríksdóttir með 16 stig og 9 fráköst, Sacha Montgomery með 15 stig og 7 stoðsendingar og Guðrún Karlsdóttir var með 11 stig og 12 fráköst.
Hjá körlunum átti Pete Philo stórleik og skoraði 40 stig, var með 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Næstur kom Páll Kristinsson með 13 stig en aðrir voru með minna.