Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvöfaldur AÍFS sigur um helgina
Þriðjudagur 27. júlí 2010 kl. 10:00

Tvöfaldur AÍFS sigur um helgina

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fór fram í nágrenni Suðárkróks nú um helgina. 17 áhafnir mættu til leiks í blíðskaparveðri en eknar voru leiðir um Mælifellsdal og Nafir. Það voru þeir Jón og Borgar frá Akstursíþróttafélagi Suðurnesja á Imspresa STI sem óku hraðast af öllum en þeir luku þessari 110 km keppni 52 sekúndum á undan þeim Sigurði Braga og Ísak á Evo 7.

Í eindrifsflokki var barátta á milli tveggja AÍFS-áhafna fram á síðustu sérleið en á endanum voru það þeir Kristján og Halldór á Pegout sem höfðu betur en fast á hæla þeim fylgdu Henning og Árni á Corollu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í jeppaflokki voru það Sighvatur og Andrés á Pajero sem sigruðu örugglega með tæpar tvær mínútur í forskot á skötuhjúin Kristinn og Brimrúnu sem óku Cherokee.

Það var Bílaklúbbur Skagafjarðar sem hélt þessa keppni í samvinnu við Kaffi Krók, Vörumiðlun, Dögun og Kaupfélag Skagfirðinga.

Jón og Borgar hafa sigrað allar keppnir sumarsins og eru á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að þrjár keppnir séu enn eftir. Kristján á Pegout var að klára sínu fyrstu rallkeppni með glæstum árangri.

Frá þessu er greint á vef Akstursíþróttafélags Suðurnesja.