Tvö úr Reykjanesbæ á Norðurlandameistarmóti unglinga í sundi
Aron Fannar Kristínarson og Eva Margrét Falsdóttir, sundfólk úr Reykjanesbæ, fóru í gær til Vejle í Danmörku þar sem þau munu keppa á NÆM (Norðurlandameistarmóti unglinga) um helgina.
Með þeim og þjálfari SSÍ í ferðinni er Steindór Gunnarsson. Keppni hefst á laugardaginn og lýkur um hádegi á sunnudaginn.
Keppt er í beinum úrslitum og hægt er að fylgjast með beinum úrslitum hér.