Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tvö töp í kvennakörfunni
Úr leik UMFN og Blika í 1. deild kvenna. Mynd/SkúliSig/karfan.is
Mánudagur 12. október 2015 kl. 10:04

Tvö töp í kvennakörfunni

Grindavíkurstúlkur steinlágu fyrir Snæfelli í meistaraleiknum, einvígi deildar- og bikarmeistara síðasta árs. Lokatölur í Hólminum þar sem leikurinn fór fram var 79-45. Miklir yfirburðir Íslandsmeistaranna.

Njarðvík tapaði fyrsta leik sínum í 1. deild kvennakörfunnar gegn Breiðabliki í Ljónagryfjunni í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en Blikastelpur náðu að klára dæmið og unnu 56-60. Stigahæst hjá Njarðvík var Soffía Rún Skúladóttir með 12/7 og Hera Sóley Sölvadóttir var með 11/6. Aníta Rún Árnadóttir skoraði með hjá Blikum eða 21/7 og átti mjög góðan leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024