Tvö skallamörk frá Einari Orra tryggðu sigur
Keflvíkingar komu sterkir tilbaka á heimavelli gegn HK
Eftir basl í fyrri hálfleik tóks Keflvíkingum að landa góðum sigri gegn HK í 1. deild karla í fótbolta. Lokatölur 3-2 á heimavelli en tvö frábær skallamörk frá Einari Orra Einarssyni tryggðu Keflvíkingum stigin þrjú í kvöld. HK náði forystu snemma leiks en Magnús Þórir náði að jafna skömmu síðar fyrir Keflvíkinga. Aftur skoruðu Kópavogsmenn og þannig stóð í hálfleik, 1-2 fyrir gestina.
Það var svo hinn baráttuglaði Einar Orri sem sá um að landa sigrinum, fyrst með skalla þegar um 20 lifðu af leiknum og svo undir blálokinn þegar að hann lék sama leikinn og stangaði boltann inn. Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir grönnum sínum í Grindavík.