Tvö pílumót á vegum Píluklúbbs Flugleiða
Í gærkveldi hófst minningarmót í pílu á vegum Píluklúbbs Flugleiða í samkomuhúsinu í Garði, mótið heldur áfram klukkan 10.00 í dag. Á morgun hefst svo Evrópukeppni flugfélaga á vegum félagsins á sama stað, þáttakendur erlendis frá eru um 70 talsins og koma víða að. Halldór Einarsson mótshaldari, segir að Flughótelið sé orðið fullt af keppendum og skemmtileg keppni framundan.