Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvö myndasöfn frá lokahófum
Föstudagur 23. september 2005 kl. 13:39

Tvö myndasöfn frá lokahófum

Lokahóf UMFG og Reynis í knattspyrnu eru komin á vf.is og má nálgast þau efst á síðunni.

Ásamt því að halda uppskeruhátíð héldu Reynismenn einnig upp á 70 ára afmæli sitt, en í myndasafni þeirra eru einnig myndir frá hátíð sem var haldin á MAmma Mía eftir að ljóst þótti að Reynir kæmist upp um deild.

Georg Birgisson var valinn leikmaður ársins af leikmönnum og stjórn, en Hafsteinn Rúnar Friðriksson af stuðningsmönnum. Hafsteinn var auk þess valinn efnilegasti leikmaðurinn og var markakóngur sumarsins. Þá var Marel Andrésson gerður að heiðursfélaga fyri gott starf fyrir félagið í gegnum árin. Myndir frá Reyni tók Jón Örvar Arason.

Í Grindavík var útsendari VF, Þorsteinn G. Kristinsson, viðstaddur og myndaði fögnuðinn á Festi eftir að ljóst var að Grindvíkingar yrðu áfram á meðal þeirra bestu að ári.

Eins og hefur áður komið fram var Paulo McShane valinn besti leikmaðurinn, Sinisa Kekic var markakóngur og Eyþór Atli Einarsson var valinn efnilegastur.

Mynd/Jón Örvar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024