Tvö gull, brons og silfur á heimsleikum slökkviliðs- og lögreglumanna
Heimsleikar slökkviliðs- og lögreglumanna sem fram fara á tveggja ára fresti fóru fram í Barcelona á Spáni í síðustu viku og lauk þeim um helgina. 11.000 keppendur frá hinum ýmsu löndum kepptu á leikunum en keppt var í 70 greinum, þar á meðal fótbolta, körfubolta, lyftingum og frjálsum.
Sex keppendur fóru frá Suðurnesjum af 19 Íslendingum og stóðu þeir sig allir með sóma, fengu tvö gullverðlaun, eitt silfur og eitt brons. Sævar Borgarson sigraði í –82 kg flokki í réttstöðulyftu (232 kg) og bekkpressu (142,5 kg) en samanlagt tók hann 375 kg í þessari grein. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú heimsmet slökkviliðs-og lögreglumanna á leikunum; í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Freyr Bragason sigraði einnig í réttstöðulyftu (227,5 kg) og bekkpressu (157,5 kg) en hann keppti í 90 kg flokki. Hann lyfti samtals 385 kg í þessari grein. Valgeir Ólason náði bronsi í 90 kg flokki í bekkpressu en hann lyfti 152,5 kg. Þá varð Herbert Eyjólfsson í 2. sæti í sjómann.
Sex keppendur fóru frá Suðurnesjum af 19 Íslendingum og stóðu þeir sig allir með sóma, fengu tvö gullverðlaun, eitt silfur og eitt brons. Sævar Borgarson sigraði í –82 kg flokki í réttstöðulyftu (232 kg) og bekkpressu (142,5 kg) en samanlagt tók hann 375 kg í þessari grein. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú heimsmet slökkviliðs-og lögreglumanna á leikunum; í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Freyr Bragason sigraði einnig í réttstöðulyftu (227,5 kg) og bekkpressu (157,5 kg) en hann keppti í 90 kg flokki. Hann lyfti samtals 385 kg í þessari grein. Valgeir Ólason náði bronsi í 90 kg flokki í bekkpressu en hann lyfti 152,5 kg. Þá varð Herbert Eyjólfsson í 2. sæti í sjómann.