Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 11. júlí 2020 kl. 10:28
Tvö draumahögg í Sandgerði
Tveir kylfingar í Golfklúbbi Sandgerðis náðu draumahögginu í meistaramótsvikunni.
Birgir Jónsson sló þetta fína högg með „hálfvitanum“ og boltinn rataði beint í holu á 17. holu. Katrín Benediktsdóttir náði því líka á sömu braut nokkrum dögum síðar.