Tvö brons hjá Njarðvíkingum á Reykjavíkurleikunum
Fimm keppendur frá UMFN tóku um helgina þátt á einu sterkasta júdómóti fyrr og síðar sem haldið hefur verið á Íslandi, en um var að ræða Reykjavíkurleikana. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir byrjaði keppnisárið vel með því að landa bronsi og náði lágmörkum til að fá að reyna sig við svarta beltið á vormánuðum. Ægir Már Baldvinsson varð einnig þriðji í sínum flokk og atti kappi við ólympíufara Breta og stóð vel í honum og um tíma leit út fyrir að hann væri að sigra. Mike Weaver, Gunnar Gústav Logason og Halldór Matthías Ingvarsson tóku líka þátt og sýndu góða takta.