Tvö bestu lið landsins mætast í Stykkishólmi
Úrslitaeinvígi Keflavíkur og Snæfells hefst í kvöld
Einvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuboltanum helst í kvöld í Stykkishólmi þar sem Keflavík sækir Snæfell heim. Liðin enduðu jöfn í deildarkeppni í vetur en Snæfell varð deildarmeistari sökum innbyrðisviðureigna. Snæfell vann þrjá leiki og Keflavík einn í viðureignum liðanna í vetur. Aldrei munaði meira en sjö stigum á liðunum þannig að búast má við spennandi leikjum í úrslitunum.
-
Snæfell hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú ár en Keflvíkingar lyftu bikarnum síðast árið 2013.
-
Liðin mættust í úrslitum árið 2015 þar sem Snæfell hafði 3-0 sigur í einvíginu.
-
Keflavík hefur orðið Íslandsmeistari oftast allra liða eða alls 11 sinnum á meðan Snæfell hefur unnið þrisvar síðan úrslitakeppni var sett á laggirnar árið 1993.