Tvíhöfði í Hveragerði
Karla- og kvennalið Grindavíkur halda til Hveragerðis í dag í tvíhöfðarimmu gegn Hvergerðingum. Hamarskonur taka á móti stöllum sínum úr Grindavík kl. 17:15 í Iceland Express deild kvenna og kl. 19:15 mætast Hamar/Selfoss og Grindavík í Iceland Express deild karla
Grindavíkurkonur eru í 3. sæti í kvennaboltanum en Hamar í botnsætinu. Hjá körlunum eru Grindvíkingar í 6. sæti en H/S í því sjöunda.