Tvíframlengt hjá Grindavík og Keflvíkingar töpuðu
Grindvíkingar fara inn í jólafrí á toppnum í Iceland Express-deild karla eftir sigur á Snæfellingum fyrir vestan. Grindvíkingar höfðu 105-110 sigur en tvívegis þurfti að framlengja leikinn. Giordan Watson skoraði 35 stig fyrir gula en 6 leikmenn þeirra skoruðu meira en 10 stig.
Grindavík: Giordan Watson 35/4 fráköst/7 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 28/15 fráköst/3 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6,
Keflvíkingar töpuðu gegn Stjörnunni
Keflvíkingar töpuðu gegn Stjörnunni 107-91 í Garðabæ.
Stigin Charlie Parker 27, Steven Gerrard 26, Jarryd Cole 18, Valur O. Valsson 7, Gunnar Stefánsson 6, Almar Guðbrandsson 4 og Halldór Halldórsson 3.