Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvíburasysturnar leika með Njarðvík næstu tvö árin
Halldór Karlsson, formaður körfuknattleikdsdeildar UMFN, með þær Önnu og Láru á sitt hvora hlið þegar þau settu blek á blað fyrir skemmstu. Mynd/JBÓ
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 7. ágúst 2023 kl. 11:23

Tvíburasysturnar leika með Njarðvík næstu tvö árin

Tvíburasysturnar Anna og Lára Ásgeirsdætur hafa báðar gert nýjan tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.

Anna og Lára eru uppaldir Njarðvíkingar og urðu báðar Íslandsmeistarar með Njarðvík í Subway-deild kvenna á þarsíðustu leiktíð. Eftir titilinn hélt Lára í víking til Bandaríkjanna og var þar við nám á síðustu leiktíð en er nú komin í grænt á nýjan leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Systurnar eru mikilvægur hlekkur í liðinu okkar, öflugir leikmenn og jákvæðir einstaklingar. Það er alltaf gaman að gera samninga við uppalda leikmenn félagsins og ljóst að Anna og Lára munu fá mikil og verðug verkefni með Njarðvík á komandi tímabili í Subwaydeild sem er jöfn og spennandi,” sagði Halldór, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN, á umfn.is.