Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir ungir og efnilegir til liðs við Þrótt Vogum
Þriðjudagur 15. nóvember 2016 kl. 10:32

Tveir ungir og efnilegir til liðs við Þrótt Vogum

Knattspyrnudeild Þróttar í Vogum hefur samið við þá Birki Þór Baldursson og Garðar Benediktsson um að leika með liðinu en þeir hafa spilað með 2. flokki FH síðustu ár.

Brynjar Gestsson, þjálfari Þróttar, segist hafa haft auga á Birki og Garðari að undanförnu. „Þetta eru strákar sem vilja ná langt og bæta sig sem knattspyrnumenn,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024