Tveir sundþjálfarar ÍRB heiðraðir
Tveir sundþjálfarar frá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, ÍRB, voru heiðraðir sérstaklega á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands, sem fram fór nú um helgina.
Steindór Gunnarsson ÍRB var heiðraður sem besti afreksþjálfarinn á árinu, en ÍRB hefur átt frábæru gengi að fagna á sundárinu. Þá var Eðvarð Þór Eðvarðsson ÍRB heiðraður sem besti unglingaþjálfarinn, en Eðvarð skilar mörgum efnilegum sundmönnum í eldri flokka ÍRB.
Kynntir voru keppendur á Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Svíþjóð í byrjun desember. Þó nokkrir sunmenn frá ÍRB eru í hópnum, en þeir eru:
Gunnar Örn ArnarsonÍRB
Sindri Þór Jakobsson ÍRB
Lilja Ingimarsdóttir ÍRB
Soffía Klemensdóttir ÍRB
Mynd úr safni.