Tveir sundmenn ÍRB keppa á NÆM
Tvær sundkonur úr ÍRB munu um næstu helgi keppa í Drammen í Noregi á Norðurlandameisaramóti Æskunnar. Þær stúlkur úr ÍRB sem náðu lágmörkum fyrir mótið og keppa í Noregi fyrir Íslands hönd eru þær Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir.
Frábær árangur hjá þessum stúlkum sem eru í farabroddi í sínum aldursflokki hér á Fróni. Gaman verður að fylgajst með þeim í keppni við jafnöldrur sínar frá hinum Norðurlöndunum, segir í tilkynningu frá ÍRB.