Tveir sigrar í röð hjá Njarðvík
Njarðvíkingar sigruðu Tindastól 2-1 í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudag. Tindastóll komst yfir á 14. mínútu en stuttu síðar jafnaði Eyþór Gunnarsson leikinn. Eyþór skoraði svo sigurmarkið á 20. mínútu en Njarðvíkingar voru óheppnir að vinna ekki stærri sigur þar sem Sævar Gunnarsson misnotaði vítaspyrnu og Eyþór misnotaði dauðafæri á ótrúlegan hátt.Njarðvíkingar hafa því unnið tvo fyrstu leikina í 2. deildinni og eru með sex stig.