Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir nýliðar frá Suðurnesjum í æfingahóp A-landsliðsins
Föstudagur 16. maí 2008 kl. 12:21

Tveir nýliðar frá Suðurnesjum í æfingahóp A-landsliðsins

Sigurður Ingimundarson þjálfari A-landsliðs karla í körfuknattleik hefur valið 23 manna hóp sem æfa mun í sumar í undirbúningi fyrir Evrópukeppni karla sem hefst í haust. Íslenska liðið mun meðal annars taka þátt í Emerald Hoops móti á Írlandi í ágúst. Þar leikur Ísland gegn Írum, Pólverjum og Notre Dame háskólanum.
 
Að þessu sinni eru þrír nýliðar í æfingahópi Sigurðar og tveir þeirra koma af Suðurnesjum og eru Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson og Njarðvíkingurinn Rúnar Ingi Erlingsson sem leikur með Breiðablik. Annars eru 11 leikmenn frá Suðurnesjum sem leika með Suðurnesjaliðum eða annars staðar sem eru í æfingahópnum.
 
Hópurinn sem Sigurður valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
 
Jón Arnór Stefánsson Roma 26 ára Bakvörður
Logi Gunnarsson Gijon 27 ára Bakvörður
Finnur Magnússon Catawba 23 ára Miðherji
Jakob Sigurðarson Kecskemeti Univer KSE 26 ára Bakvörður
Hlynur Bæringsson Snæfell 26 ára Miðherji
Sigurður Þorvaldsson Snæfell 28 ára Framherji
Páll Axel Vilbergsson Grindavík 30 ára Framherji
Þorleifur Ólafsson Grindavík 24 ára Bakvörður
Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 27 ára Bakvörður
Sigurður Þorsteinsson Keflavík 20 ára Miðherji
Jón N Hafsteinsson Keflavík 27 ára Framherji
Hreggviður Magnússon ÍR 26 ára Framherji
Sveinbjörn Claessen ÍR 22 ára Bakvörður
Helgi Magnússon KR 26 ára Framherji
Fannar Ólafsson KR 30 ára Miðherji
Brynjar Björnsson KR 20 ára Bakvörður
Egill Jónasson Njarðvík 24 ára Miðherji
Jóhann Ólafsson Njarðvík 22 ára Bakvörður
Hörður Vilhjálmsson Njarðvík 20 ára Bakvörður
Kristinn Jónasson Fjölnir 24 ára Framherji
Örn Sigurðarson KR 18 ára Framherji
Þröstur Leó Jóhannsson Keflavík 19 ára Framherji
Rúnar Ingi Erlingsson Breiðablik 19 ára Bakvörður
 
VF-Mynd/ [email protected]Rúnar Ingi Erlingsson í leik með Breiðablik í 1. deild karla á síðustu leiktíð. Rúnar stígur nú sín fyrstu spor í A-landsliðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024