Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir nýir leikmenn til Keflavíkur
Fimmtudagur 7. apríl 2011 kl. 13:29

Tveir nýir leikmenn til Keflavíkur

Þeir Goran Jovanovski og Adam Larsson hafa samið við knattspyrnudeild Keflavíkur um að leika með liðinu í sumar. Félagarnir eru báðir varnarmenn en þeir hafa verið á reynslu hjá Keflavík síðustu vikur. Goran er þrítugur og kemur frá Makedóníu en Adam er 21 árs Svíi. Goran lék síðast með FC Skopje en Adam kemur hingað að láni frá Mjällby AIF.

Mynd: keflavik.is - Goran og Adam á æfingu með Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024