Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir leikmenn til Víðis
Laugardagur 21. júlí 2018 kl. 06:00

Tveir leikmenn til Víðis

Knattspyrnufélagið Víðir Garði hefur samið við tvo leikmenn til að styrkja sifg fyrir komandi átök í deildinni, eins og segir á Facebook-síðu félagsins. Leikmennirnir tveir eru Mehdi Hadaroui, þrítugur Belgi ættaður frá Marokkó en hann leikur á miðjunni. Hann lék síðast í sameinuðu furstadæmunum og lék 17 leiki fyrir Vestra í fyrra og þar skoraði hann tvö mörrk.

Þá hefur Víðir einnig samið við varnarmanninn Gylfa Örn Öfjörð, hann kemur frá ÍR. Gylfi er fæddur árið 1994 og er alinn upp í Grindavík, hann lék áður með GG, Reyni Sandgerði og Njarðvík. Gylfi hefur skorað eitt mark í 53 leikjum á ferli sínum í meistaraflokki en hann lék 16 leiki með Víðir árið 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndir: Facebook-síða Knattspyrnufélags Víðis.