Tveir leikmenn til Keflavíkur
Keflavík hefur samið við tvo leikmenn sem munu leika með liðinu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu það sem eftir er af tímabilinu. Ivan Aleksic 24 ára vinstri bakvörður kemur að láni til Keflavíkur frá KR en Ivan á nokkra landsleiki að baki með yngri landsliðum Króatíu. Þá hefur liðið einnig fengið lánaðan sóknarleikmanninn Ágúst Leó Björnsson frá ÍBV. Greint er frá þessu á Facebook- síðu Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Keflavík tekur á móti Breiðablik í kvöld í Pepsi-deild karla og hefst leikurinn kl. 19:15 á Nettóvellinum.
Ivan ásamt þjálfarateymi Keflavíkur