Þriðjudagur 25. september 2007 kl. 10:07
Tveir leikir í Poweradebikar kvenna í kvöld
Tveir leikir fara fram í Poweradebikarkeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar Valur tekur á móti Hamri frá Hveragerði í Vodafonehöllinni og Grindavík fær Fjölni í heimsókn í Röstina í Grindavík.
Leikur Vals og Hamars hefst kl. 18:00 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en leikur Grindavíkur og Fjölnis hefst kl. 19:15 í Grindavík.