Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir landsleikir hjá stelpunum í vikunni
Emelía Ósk undir körfunni í leik gegn Val fyrir viku síðan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 10:28

Tveir landsleikir hjá stelpunum í vikunni

Farnar af stað til Slóveníu

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik hélt af stað á laugardaginn í landsliðsglugga sem framundan er í Ljubljana í Slóveníu. Tveir Keflvíkingar eru í hópnum, þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir sem fer sem þrettándi leikmaður. Þriðji Keflvíkingurinn í liðinu er svo Sara Rún Hinriksdóttir sem leikur með Leicester á Englandi.

Stelpurnar hefja leik 4. febrúar gegn Grikkjum og leika svo aftur 6. febrúar gegn heimastúlkum í Slóveníu, báðir leikirnir verða sýndir beint á RÚV.
Leikirnir fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar til 7. febrúar og verða leiknir í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðumlíkt.

Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðs Íslands í leikjunum tveimur:
(nafn, félag (fjöldi landsleikja)
Anna Ingunn Svansdóttir, Keflavík (nýliði)
Ásta Júlía Grímsdóttir, Valur (nýliði)
Bríet Sif Hinriksdóttir, Haukar (4) 
Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Valur (6)
Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík (9)
Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur (22)
Hallveig Jónsdóttir, Valur (21)
Hildur Björg Kjartansdóttir, Valur (32)
Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik (6)
Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukar (4)
Sara Rún Hinriksdóttir, Leicester Riders, England (21)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur (55)
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar (19)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024