Tveir Keflvíkingar í úrvalsliði NM
Tveir leikmenn Keflvíkinga í körfubolta voru valdir í úrvalslið á Norðurlandamóti yngri landsliða í Svíþjóð sem lauk í gær. Sara Rún Hinriksdóttir var valin í úrvalslið mótsins í flokki U16 ára kvenna en hún vakti verðskuldaða athygli á mótinu.
Þá var leikstjórnandinn Valur Orri Valsson einnig valinn í úrvalsliðið í flokki U18 ára karla sem hafnaði í 2. sæti NM eftir stórt tap gegn Finnum í úrslitum.