Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir Keflvíkingar í undir 17 ára liðinu
Fimmtudagur 21. júlí 2011 kl. 11:33

Tveir Keflvíkingar í undir 17 ára liðinu

Dagana 2. - 7. ágúst fer fram Norðurlandamót U17 karla og fer það fram hér á landi að þessu sinni. Mótið fer fram víðsvegar um Norðurland og að þessu sinni verður Ísland með 2 lið á mótinu. Ísland 1 er í riðli með Englandi, Færeyjum og Noregi en Ísland 2 í riðli með Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Keflvíkinga eiga fulltrúa í hvoru liði en það eru þeir Elías Már Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson. Auk þess er Suðurnesjamaðurinn Freyr Sverrisson annar þjálfaranna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Freyr Sverrisson munu stjórna liðunum og hafa þeir valið hópana sem sjá má hér.