Tveir Keflvíkingar í U17 ára liði Íslands
Fannar Orri og Anton Freyr fara til Wales
Keflvíkingarnir Fannar Orri Sævarsson og Anton Freyr Hauksson eru meðal þeirra leikmanna sem valdir voru í hóp U17 landsliðs Íslands í knattspyrnu. Liðið er skipað leikmönnum sem fæddir eru árið 1997 en til stendur að halda til Wales og taka þar þátt í undirbúingsmóti á vegum UEFA dagana 11. - 14. apríl. Alls valdi Þorlákur Árnason þjálfari 18 leikmenn sem halda til Wales en sjá má hópinn í heild sinni hér.
Fannar Orri á fleygiferð með Keflvíkingum. Andri Berg Ágústsson tók myndina.