Tveir Keflvíkingar í landsliðinu á móti Kuwait
Tveir Keflvíkingar léku í landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætti liði Kuwait í dag í Oman. Þeir Jóhann B. Guðmundsson, leikmaður Lyn í Noregi og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Hjálmar Jónsson, Keflvíkingur, voru valdir í byrjunarlið íslenska landsliðsins. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Liðið er á ferðalagi í Saudi-Arabiu og mun spila þar nokkra leiki. Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur Suðurnesjamenn enda langt síðan tveir Keflvíkingar hafa verið inná í landsleik í knattspyrnu.