Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tveir Íslandsmeistaratitlar í sundi á IM-50
Laugardagur 9. apríl 2011 kl. 00:06

Tveir Íslandsmeistaratitlar í sundi á IM-50

Árni Már Árnason varð í dag Íslandsmeistari í 100 metra skriðsundi. Árni hafði talsverða yfiruburði í sundinu og var tæpum tveimur sekúndum á undan næsta manni. Sömu sögu er að segja af Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni sem sigraði 200 metra baksund með miklum mun.

Báðir þessir sundmenn settu í leiðinni ÍRB met, Njarðvíkurmet og Keflavíkurmet. Davíð hlaut einnig silfurverðlaun í 50 metra flugsundi og Árni sömuleiðis í 100 metra bringusundi.

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir setti tvisvar sinnum íslenskt telpnamet í 400 metra fjórsundi og þá í leiðinni ÍRB og Keflavíkurmet. Fyrst setti hún met í undanrásum þegar hún bætti metið um 8 sekúndur og bætti svo um betur og bætti metið um 4 sekúndur í úrslitum og hafnaði í öðru sæti.

Jóna Helena Bjarnadóttir synti einnig glæsilegt 400 metra fjórsund og hafnaði í þriðja sæti.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir synti 200 metra baksund með glæsilegum hætti en Jóhanna sem er einungis 15 ára gömul setti hvoru tveggja ÍRB og Keflavíkurmet í kvenna- og stúlknaflokki.

Erla Dögg Haraldsdóttir setti ÍRB og Njarðvíkurmet þegar hún náði þriðja sæti í 50 flugsundi. Einnig krækti Erla sér í silfurverðlaun í 100 metra bringusundi.

Soffía Klemenzdóttir hlaut bronsverðlaun þegar hún bætti sinn fyrri árangur í 200 metra baksundi.

Þar að auki náðu 6 sundmenn lágmörkum í hin ýmsu landsliðsverkefni sem fram fara á næstu mánuðum. Mótið er nú hálfnað og verður fróðlegt að fylgjast með árangri ÍRB næstu tvo dagana en þess má geta að sundmenn ÍRB hafa bætt sinn fyrri árangur í yfir 80% tilvika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024