Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir erlendir leikmenn til Njarðvíkinga
Laugardagur 6. ágúst 2011 kl. 10:39

Tveir erlendir leikmenn til Njarðvíkinga

Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í Iceland Express deild kvenna. Þær heita Shanae Baker-Brice og Wilesia ,,Lele“ Hardy. Njarðvíkingar reyndu að fá Shaylu Fields og Ditu Liepkalne til liðs við sig á ný en þær munu leika annars staðar á næstu leiktíð. www.umfn.is greinir frá.


Annars vegar er á ferðinni leikstjórnandinn Shanae Baker-Brice, en hún kemur frá Towson University. Hún gerði 17,4 stig á leik, tók 5,1 frákast, gaf 4,2 stoðsendingar og stal 2,2 boltum á leik á lokaárinu sínu. Hún er 168 cm á hæð og er 24ra ára gömul.

Hins vegar var samið við Wilesia “Lele” Hardy, sem útskrifaðist úr Clemson University en Krystal Scott sem lék með UMFN tímabilið 2002-2003 kom einmitt úr Clemson, sem og Andrea Gaines sem var með félaginu 2004-2005. Hardy er framherji og er 178 cm á hæð og hún er 23ja ára. Hún var með 14,4 stig á leik á lokaárinu en einnig 7,9 fráköst, 2,1 stoðsendingu, og 3,6 stolna bolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024