Tveir bikartitlar á Suðurnesin
Grindavík og Njarðvík hrósuðu sigri í bikarúrslitaleikjum yngri flokka sem fóru fram í DHL-Höllinni um helgina.
Grindavíkurstúlkur í 10. flokki sigruðu UMFH afar sannfærandi á laugardag, 82-29, þar sem Alma Rut Garðarsdóttir fór á kostum. hún skoraði 37 stig á 27 mínútum og hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum. Lilja Ó. Sigmarsdóttir kom henni næst með 19 stig og 11 fráköst.
Njarðvíkurstúlkur í 9. flokki unnu góðan sigur á Haukum, 38-37, en Dagmar Traustadóttir tryggði sínu liði sigurinn á vítalínunni undir lok leiksins. Dagmar var annars besti maður vallarins með 18 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta.
Þá töpuðu Grindavíkurstúlkur fyrir Haukum í úrslitum unglingaflokks kvenna, 106-63, en Grindvíkingar máttu sín lítils gegn liði Hauka þar sem Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru hreinlega á kostum.
VF - myndir/ JBÓ, [email protected]