Tveggja marka tap Keflavíkur
Keflavík mætti Fylki í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur leiksins urðu 2-0 fyrir Fylkir.
Keflavík gerði eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í síðasta leik en Marko Nikolic fór úr byrjunarliðinu og Bojan Stefán Ljubicic kom í hans stað. Bæði lið sóttu í byrjun leiks en Fylkir braut ísinn á 19. mínútu þegar Davíð Þór, leikmaður Fylkis skorar frá 35 metra færi en Sindri Kristinsson, markmaður Keflavíkur misreiknaði boltann og inn í netið fór hann. Töluverð harka var í leiknum en Fylkir sótti stíft eftir fyrsta markið og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fylki.
Juraj Grizej fékk að líta gula spjaldið á 48. mínútu og Frans Elvarsson fór út af fyrir Adam Árna Róbertsson, þá fór Juraj meiddur út af velli á 74. mínútu og í hans stað kom Leonard Sigurðsson. Fylkir komst í 2-0 forystu á 82. mínútu eftir hornspyrnu. Einar Orri Einarsson fékk gult spjald á 83. mínútu eftir að hafa sparkað boltanum í burtu, en hann var ósáttur við dómarann.
Dagur Dan Þórhallson kom inn á á 86. mínútu í stað Einars Orra Einarssonar.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Keflavík situr í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir.
Mörk leiksins:
1-0 Davíð Þór Ásbjörnsson ('19)
2-0 Albert Brynjar Ingason ('82)