Tveggja marka tap á heimavelli
Grindvíkingar úr leik í bikarnum
Grindvíkingar eru úr leik í Borgunarbikar karla í knattspyrnu eftir 0-2 tap gegn Fylkismönnum á heimavelli í gær. Fylkismenn komust yfir eftir aðeins fimm mínútur og þeir bættu við öðru marki sínu þegar hálftími var liðinn af leiknum. Eftir það lögðust Fylkismenn í vörn og Grindvíkingar sóttu stíft. Ekki tókst þeim að brjóta niður vörn Árbæinga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.