Tvær úr Keflavík í „stelpuslag“ á Laugardalsvelli
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar fimmta leik sinn í undankeppni HM í kvöld kl. 18:00 á Laugardalsvelli og er mótherjinn Spánn. Í íslenska liðinu eru tvær stúlkur úr Keflavík, þær Olga Færseth og Ásdís Þorgilsdóttir, sem spila báðar með KR.Íslensku stúlkurnar þurfa á sigri að halda í kvöld ætli þær sér að eiga möguleika að komast upp úr riðlinum en þær eru sem stendur í neðsta sæti með 5 stig en liðið í öðru sæti er með 6 stig.
Olga Færseth hefur farið mikinn í undankeppninni og er hún markahæsti leikmaður riðilsins ásamt Nataliu Barbachina frá Rússlandi með fjögur mörk.
Stelpurnar í liðinu hafa gert skemmtilegt auglýsingarplaggat þar sem þær hafa klætt sig upp í forna bardagabúninga og eru greinilega tilbúnar í bardagann. (Olga og Ásdís eru lengst til vinstri á myndinni hér að ofan)
Olga Færseth hefur farið mikinn í undankeppninni og er hún markahæsti leikmaður riðilsins ásamt Nataliu Barbachina frá Rússlandi með fjögur mörk.
Stelpurnar í liðinu hafa gert skemmtilegt auglýsingarplaggat þar sem þær hafa klætt sig upp í forna bardagabúninga og eru greinilega tilbúnar í bardagann. (Olga og Ásdís eru lengst til vinstri á myndinni hér að ofan)