Tvær ungar Víðisstúlkur í landsliðinu
Tvær ungar Víðisstúlkur eru meðal þeirra leikmanna sem æfa munu með U-17 ára landsliði Íslands sem valið var nú á dögunum. Stúlkurnar sem heita Bára Kristín Þórisdóttir og Una Margrét Einarsdóttir og eru fæddar árið 1998, munu æfa með liðinu nú um helgina 15.-16. september en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EMU17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015.
Frá þessu er greint á heimasíðu Víðis.