Tvær framlengingar þurfti til í Þorlákshöfn
Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur
Eftir háspennu og tvöfalda framlengingu voru það Njarðvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar gegn Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 101-106 og eins og gefur að skilja var leikurinn í meira lagi gríðarlega spennandi, þar sem liðin skiptust á því að hafa forystu allan leikinn.
Elvar Friðriksson var magnaður hjá Njarðvíkingum en hann skoraði 37 stig á meðan Nigel Moore skoraði 31. Nigel var sterkur undir lok seinni framlengingar þar sem hann skoraði m.a. sjö stig í röð fyrir Njarðvíkinga. Eftir leikinn eru Njarðvíkingar með átta stig í þriðja sæti deildarinnar. Þeir hafa aðeins tapað gegn grönnum sínum frá Keflavík sem tróna á toppi deildarinnar.
Elvar Friðriksson bauð upp á ansi áhugaverðar tölur fyrir utan það að skora 37 stig. Hann var auk þess með 6 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.
Tölfræði leiks:
Þór Þ.-Njarðvík 101-106 (15-24, 24-15, 25-20, 21-26, 11-11, 5-10)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 37/6 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Nigel Moore 31/11 fráköst, Logi Gunnarsson 15/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Friðrik E. Stefánsson 4/13 fráköst/5 stolnir, Egill Jónasson 4, Ágúst Orrason 3, Magnús Már Traustason 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Óli Ragnar Alexandersson 0/4 fráköst.
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 36/10 fráköst/6 stoðsendingar, Nemanja Sovic 19/16 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 15/16 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.