Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tuttugu Íslandsmeistaratitlar
Guðmundur Leo Rafnsson og Eva Margrét Falsdóttir. Myndir/Sundráð ÍRB
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 18. apríl 2024 kl. 06:05

Tuttugu Íslandsmeistaratitlar

Tólf Íslandsmeistaratitlar og átta Íslandsmeistaratitlar í unglingaflokki var það sem sundlið ÍRB kom með til Reykjanesbæjar að loknu Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug.

Guðmundur Leo Rafnsson og Eva Margrét Falsdóttir fóru fyrir sigursælu liði ÍRB á Íslandsmótinu sem fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi.

Eva Margrét Falsdóttir vann þrjá titla og Guðmundur Leo fjóra ásamt því að vinna fjóra titla í unglingaflokki en unglingameistarar eru krýndir að loknum undanrásum. Guðmundur Leo, sem er í algjörum sérflokki í baksundssgreinunum, var í miklum ham á mótinu. Hann sló tíu ára gamalt unglingamet í 50 metra baksundi og var aðeins nokkrum hundraðshlutum frá unglingameti Arnar Arnarsonar í 100 metra baksundi. Jafnframt tryggði hann sér þátttöku á Evrópumeistaramóti unglinga í öllum baksundsgreinum. Að loknu Íslandsmóti átti ÍRB alls tólf sundmenn sem náðu lágmörkum til að keppa í hinum ýmsu landsliðsverkefnum á vegum Sundsambands Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmeistarar ÍRB á ÍM 50 2024

Guðmundur Leo Rafnsson: 200m baksund, 50m baksund, 100m skriðsund og 100m baksund.
Eva Margrét Falsdóttir: 200m bringusund, 400m fjórsund og 200m fjórsund.
Már Gunnarsson: 50m baksund og 100m baksund í flokki fatlaðra.
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir: 50m flugsund.
Karlasveit ÍRB: Gull 4x100m skriðsundi (Fannar Snævar Hauksson, Stefán Elías Berman, Guðmundur Karl Karlsson og Guðmundur Leo Rafnsson).
Kvennasveit ÍRB: Gull í 4x100m fjórsundi kvenna (Ástrós Lovísa Hauksdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir). ÍRB-met í opnum flokki.

Íslandsmeistarar unglinga ÍRB á ÍM 50 2024

Guðmundur Leo Rafnsson: 200m baksund, 50m skriðsund, 50m baksund og 100m baksund.
Nikolai Leó Jónsson: 100m bringusund, 50m bringusund og 200m bringusund.
Elísabet Arnoddsdóttir: 50m flugsund.

Boðsundssveitir verðlaun ÍM 50 2024

Kvennasveit ÍRB: Brons í 4 x 200m skriðsundi (Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Adríana Agnes Derti, Katla María Brynjarsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir).
Kvennasveit ÍRB: Brons í 4 x 100m skriðsundi (Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir og Elísabet Arnoddsdóttir). ÍRB-met í opnum flokki.
Kvennasveit ÍRB: Gull í 4 x 100m fjórsundi (Ástrós Lovísa Hauksdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir). ÍRB-met í opnum flokki.
Karlasveit ÍRB: Silfur í 4 x 200m skriðsundi (Denas Kazulis, Stefán Elías Berman, Guðmundur Karl Karlsson og Guðmundur Leo Rafnsson).
Karlasveit ÍRB: Gull í 4 x 100m skriðsundi (Fannar Snævar Hauksson, Stefán Elías Berman, Guðmundur Karl Karlsson og Guðmundur Leo Rafnsson). ÍRB-met í opnum flokki.
Karlasveit ÍRB: Silfur í 4 x 100m fjórsundi (Guðmundur Leo Rafnsson, Nikolai Leo Jónsson, Fannar Snævar Hauksson og Stefán Elías Berman).