Tungumálakennsla að hætti Eysteins Haukssonar
Pistlar Eysteins frá Kína eru farnir að vekja talsverða athygli hjá þeim sem þá lesa. Við höldum því áfram að óska eftir sögum frá honum og birtum þær hér jafn óðum. Hér fyrir neðan er Eysteinn með örlitla tungumálakennslu.Af tungumálanámi mínu er það að frétta að ég er aðeins farinn að reyna fyrir mér en þetta er frekar flókið þviíflestir hér i suðurhlutanum og Hong Kong tala kantonisku en strakarnir i liðinu og þjálfarinn tala mandarinsku sem eru vist alls óskyld mál, þó ekki sé nokkur leið fyrir mann að heyra muninn. Eftir að hafa hugsað málið og komist að þeirri niðurstoðu að fótboltinn skipti mig mestu máli hér og að hafa fengið þá vitneskju að mandarinskan se auðveldari þar sem i henni séu aðeins fjórir tónar gegn tólf i kantoniskunni, auk þess sem mandarinskan se mun útbreiddari, keypti ég mér frasabok og er aðeins að prófa mig áfram við misjafnar undirtektir þeirra sem a hlýða. Svona til fróðleiks get ég nefnt nokkur dæmi þar sem ég skrifa hvernig þetta er borið fram en ekki hvernig þetta er skrifað. Hver veit nema þetta eigi eftir að nýtast ykkur betur en skóla-danskan i framtiðinni?
Ég heiti Eysteinn: Vor do ming-djurr shure Eysteinn
Afsakið: Ðoj-bu-tje
Bjór: Pi-ðji-o
Ég hringi siðar (ef þið skylduð vilja taka létt atriði með Jóni Bergssyni i Suður Landeyjum þegar Kínverjinn verður búinn að syngja fyrir ykkur á íslensku): Vor tji gei tar di-en wa
Og að sjálfsögðu eitt létt i restina sem á eftir að nýtast vel a ferðalögum ykkar um Kína i framtíðinni:
Gerðu mér þann greiða að finna einhvern sem talar ensku: Tjing-ni bang vor tja vren vei jing ju
Einfalt,ekki satt!!!!
Kveðja fra Zhaoqing,
Eysteinn Hauksson
P.S. Það vöknuðu um það spurningar hjá okkur félögunum um daginn hversu hátt félagar okkar i liðinu settu markið i kvennamálunum eða hvað þeir legðu mesta áherslu á í vali sinu, þegar ég spurði einn hafsentinn i rútuferðinni löngu til Hong Kong: Zong! You have a girlfriend?? (þeir skilja flestir smaaaaa ensku) og hann svaraði um leið og hann kinkaði kolli: A...yes. Is she beautiful? spurði ég. Þá hristi hann bara hausinn,hallaði sér aftur,skelli-hló og baðaði ut höndunum um leið og svarið hljómaði hátt um rútuna: OOOOOOO-NO,NO,NO,NO,NO,NO!!!!!!
Ég heiti Eysteinn: Vor do ming-djurr shure Eysteinn
Afsakið: Ðoj-bu-tje
Bjór: Pi-ðji-o
Ég hringi siðar (ef þið skylduð vilja taka létt atriði með Jóni Bergssyni i Suður Landeyjum þegar Kínverjinn verður búinn að syngja fyrir ykkur á íslensku): Vor tji gei tar di-en wa
Og að sjálfsögðu eitt létt i restina sem á eftir að nýtast vel a ferðalögum ykkar um Kína i framtíðinni:
Gerðu mér þann greiða að finna einhvern sem talar ensku: Tjing-ni bang vor tja vren vei jing ju
Einfalt,ekki satt!!!!
Kveðja fra Zhaoqing,
Eysteinn Hauksson
P.S. Það vöknuðu um það spurningar hjá okkur félögunum um daginn hversu hátt félagar okkar i liðinu settu markið i kvennamálunum eða hvað þeir legðu mesta áherslu á í vali sinu, þegar ég spurði einn hafsentinn i rútuferðinni löngu til Hong Kong: Zong! You have a girlfriend?? (þeir skilja flestir smaaaaa ensku) og hann svaraði um leið og hann kinkaði kolli: A...yes. Is she beautiful? spurði ég. Þá hristi hann bara hausinn,hallaði sér aftur,skelli-hló og baðaði ut höndunum um leið og svarið hljómaði hátt um rútuna: OOOOOOO-NO,NO,NO,NO,NO,NO!!!!!!