Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

TSH mót II á Selfossi helgina 2.–3. febrúar
Miðvikudagur 16. janúar 2008 kl. 20:36

TSH mót II á Selfossi helgina 2.–3. febrúar

Annað mót TSH bikarmótaraðarinnar 2007-2008 í Taekwondo verður haldið helgina 2.-3. febrúar næstkomandi. Mótið er haldið í íþróttahúsi Fjölbrautarskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, Selfossi. Húsið opnar kl 9.00, mótið hefst kl. 10.00 báða dagana. Keppt verður í fullorðins- og barnaflokkum í kyorugi, poomsae og þrautabraut.

 

Keppt verður báða daganna. Kyorugi (bardag) á laugardegi. Poomsae(form) og þrautabraut á sunnudegi. Nánari upplýsingar um mótið sjálft má fá á

www.taekwondo.is eða www.ssangyongtaekwon.com      

 

Á síðustu 3 mótum hefur Keflavík átt bestan samanlagðan árangur og fjöldan allan af verðlaunum. Á þessu móti verður engin breyting og munu Keflvíkingar fjölmenna. Margir iðkendur eru að fara að keppa á sínu fyrsta móti en töluferð aukning hefur verið undanfarin misseri í starfi Taekwondodeildar Keflavíkur.  

 

Tekið verður við skráningum til miðvikudagsins 23. janúar. Skráningarblöð fást hjá kennara. Á síðasta móti rökuðu Keflvíkingar að sér verðlaunum og áttu mann mótsins.

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024