Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tryggja Keflvíkingar sér farseðilinn í Höllina í kvöld?
Sunnudagur 5. febrúar 2012 kl. 13:22

Tryggja Keflvíkingar sér farseðilinn í Höllina í kvöld?

Í kvöld fer fram undanúrslitarimma í Powerade-bikar karla í körfubolta þegar Keflvíkingar taka á KFÍ í Toyotahöllinni. Keflvíkingar sigruðu Fjölni örugglega í 8- liða úrslitum og hafa nú góða möguleika á því að komast í bikarúrslitin sjálf takist þeim að leggja 1. deildarliðið frá Ísafirði í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík hefur reyndar tapað síðustu tveimur undanúrslitaleikjum sínum en þeir léku síðast til bikarúrslita fyrir sex árum . Keflvíkingar fjölmenna væntanlega íá pallana kvöld til þess að tryggja sínum mönnum farseðilinn í Laugardalshöllina þetta árið.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Í hinum leiknum leika Tindastóll og KR en sá leikur verður líklega sýndur beint á netinu.