Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tryggja Grindvíkingar sæti í 8 liða úrslitum í kvöld?
Lærisveinar Sverris Þórs verða í eldlínunni í kvöld
Sunnudagur 8. mars 2015 kl. 15:00

Tryggja Grindvíkingar sæti í 8 liða úrslitum í kvöld?

Grindvíkingar geta í kvöld tryggt sæti sitt í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla þegar þeir taka á móti Fjölnismönnum í Röstinni en Fjölnismenn, sem róa lífróður þessa dagana og reyna að bjarga sér frá falli, þurfa nauðsynlega á stigunum að halda.

Grindvíkingar eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar og eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að missa af útslitakeppninni en Snæfell, Þór Þorlákshöfn og Keflavík eru öll með í þeirri baráttu. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því með réttum úrslitum gætu Grindvíkingar lyft sér alla leið upp í 3. sæti deildarinnar áður en yfir lýkur en á því eru samt ekki miklar líkur. Aldrei skal þó segja aldrei því eins og hefur bersýnilega komið í ljós í vetur, þá er deildin óútreiknanleg sem aldrei fyrr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst á slaginu 19:15 í kvöld.